Hersveitir Rússa nálgast Kænugarð

AFP

Hersveitir Rússlands nálgast nú Kænugarð á ógnarhraða samkvæmt úkraínskum og bandarískum yfirvöldum. Eldflaugum var skotið á borgina snemma í morgun.  

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Lloyd Austin sagði í samtali við löggjafa þar í landi að herlið sem réðst inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi nálgast borgina og sé nú um 30 kílómetra fyrir utan hana. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur varað við umsátri um Kænugarð. 

Volodymyr Zelenskí forseti Úkraínu sagði í yfirlýsingu fyrr í nótt að rússnesk yfirvöld telji hann vera „skotmark númer eitt“. Hann hafi þó ekki yfirgefið borgina og standi það ekki til sem stendur. 

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði eldflaugaárásina sem gerð var á Kænugarð í nótt vera „hryllilega“. Bar hann árásina saman við árásir nasista á borgina í síðari heimsstyrjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert