Heyrir skothvelli og stórskotahríð frá íbúð sinni

Rússar sækja inn í Kænugarð.
Rússar sækja inn í Kænugarð. AFP

Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, en Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í miðborginni, heyrir stórskotahríð og skothvelli frá íbúð sinni.

Hann segir því greinilegt að Rússarnir séu komnir langt inn í borgina.

Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kænugarð og er nú …
Rússneskar hersveitir eru komnar inn í Kænugarð og er nú barist um borgina. AFP

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, sagði í ávarpi í morg­un að Rúss­ar séu farn­ir að beina vopn­um sín­um að íbúðabyggðum.

Óskar og eiginkona hans leita skjóls í sprengjukjall­ara þegar sírenur vegna ófriðar fara í gang en sjálfur sagði hann í samtali við mbl.is í morgun að hann búist við því að dagurinn verði „brútal.“

Úkraínska varnarmálaráðuneytið hvatti íbúa höfuðborgarinnar til að halda kyrru fyrir heima en samkvæmt AFP-fréttaveitunni flúðu margir íbúar Obolon-hverfisins heimili sín í morgun.

Á rauða punktinum má sjá hvert rússneskar hersveitir voru komnar …
Á rauða punktinum má sjá hvert rússneskar hersveitir voru komnar fyrr í morgun. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert