Hundrað þúsund manns þegar á flótta

Frantisek Engel, prestur í Slóvakíu, veitir úkraínsku flóttafólki fæði og …
Frantisek Engel, prestur í Slóvakíu, veitir úkraínsku flóttafólki fæði og drykki á landamærunum fyrr í dag. AFP

Martin Griffiths, sem stýrir viðbrögðum SÞ við neyðarástandi, kallar eftir öruggu og óhindruðu aðgengi fyrir hjálparstarfsfólk til að sinna mannúðarstarfi í Úkraínu eftir innrás rússneska hersins í landið.

Tjáði hann blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í New York að ekki væri enn ljóst hversu margir væru hjálpar þurfi.

Þó sagðist hann búast við því að um 1,8 milljónir Úkraínumanna myndu þurfa að flýja heimili sín, til viðbótar við þá hundrað þúsund manns sem SÞ telja að þegar hafi verið hrakin á flótta.

Martin Griffiths á blaðamannafundi í dag.
Martin Griffiths á blaðamannafundi í dag. AFP

Brjóti í bága við sáttmálann

Sameinuðu þjóðirnar deildu stofnsáttmála sínum á Twitter í dag og benda þar á að valdbeiting eins lands gagnvart öðru brjóti í bága við sáttmálann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert