Hvetur herinn til valdaráns

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hvatti í dag her Úkraínu til að taka völdin af ríkisstjórn landsins en hann lýsti leiðtogum hennar sem „hryðjuverkamönnum, eiturlyfjafíklum og nýnasistum“.

Pútin sakaði enn fremur úkraínska þjóðernissinna um að beita þungavopnum í íbúðahverfum stórborga til að örga rússneska hernum. Í frétt AFP er tekið fram að ýmsir hafi áhyggjur af þessari staðhæfingu Pútíns og telji að hann noti hana til að réttlæta árásir gegn óbreyttum borgurum.

Pútín ávarpaði úkraínska herinn:

„Það yrði líklega auðveldara fyrir okkur að ræða við ykkur en þessa eiturlyfjafíkla og nýnasista,“ sagði Pútin og átti við stjórnvöld í Kænugarði en forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, er af gyðingaættum.

Hann sakaði úkraínska leiðtoga um að hegða sér eins og hryðjuverkamenn út um allan heim og sagði þá kenna Rússum um mannfall.

Enn fremur sagði Pútín að Úkraínumenn tækju við ráðum frá vestrænum ríkjum, sér í lagi Bandaríkjunum.

Forsetinn hrósaði einnig hersveitum sínum fyrir að tryggja öryggi Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert