Kínverskir bankar takmarka rússneska verslun

AFP

Tveir stærstu ríkisreknu bankar Kína hafa tilkynnt um hertar reglur um verslun með rússneskan varning. 

Iðnaðar- og Verslunarbanki Kína hefur hætt útgáfu bankaábyrgða sem tengd er við Bandaríkjadali, til kaupa á rússneskum varning sem tilbúinn til útflutnings. 

Reglurnar koma í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, en innrásin hefur leitt til refsiaðgerða flestra ríkja á Vesturlöndum, m.a. af hálfu Bandaríkjanna, Bretlands og Japan. 

Bank of China hefur sömuleiðis sett á nýjar reglur um verslun með rússneskan varning, sem miða við áhættumat bankans. Fram kemur í frétt Bloomberg að bankinn vænti nú frekari leiðbeininga frá kínverskum yfirvöldum. 

Óvíst er hvort að takmarkanir bankanna tveggja séu tímabundnar, sérstaklega í ljósi þess að refsiaðgerðir annarra ríkja hafa ekki náð til orkuiðnaðarins í Rússlandi enn sem komið er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert