Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir að bandalagið sé nú að styrkja varnir sínar í Austur-Evrópu með herbúnaði bæði á landi og í lofti.
Segir hann bandalagið hafa virkjað hluta af sérstöku 40 þúsund manna viðbragðsliði sínu (NRF), en það er í fyrsta sinn í sögu NATO sem það er gert.
Í þessum aðgerðum felst að þúsundir hermanna í viðbót verði send til aðildarríkja bandalagsins í austurhluta álfunnar. Þá verða fleiri en hundrað orrustuþotur settar á hæsta viðbragðsstig á fleiri en þrjátíu stöðum.