Rússnesk herflutningavél skotin niður

Flugvélin var af gerðinni Ilyushin II-76
Flugvélin var af gerðinni Ilyushin II-76 Ljósmynd/Vitaly Kuzmin

Úkraínuher skaut rétt í þessu niður rússneska herflutningavél af gerðinni Ilyushin II-76. 

Frá þessu greina úkraínsk stjórnvöld.

Fjöldi fallhlífahermanna er sagður hafa verið um borð.

„Þetta er hefnd fyrir Luhansk árið 2014,“ segir í tilkynningu þeirra og vísað er þar til innrásar Rússa í austurhluta Úkraínu sama ár.

Þúsund fallhlífahermenn

Christo Grozev, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðilsins Bellingcat, rifjar upp að í gær hafi rússneski herinn reynt að senda um þúsund fallhlífahermenn í nágrenni Kænugarðs, með flugvél af sömu gerð.

Sú flugvél hafi þurft að snúa við þar sem enginn flugvöllur hafi þá verið á valdi Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert