Segja 2.800 hermenn Rússlands hafa fallið

Bráðaliði í úkraínska hernum athugar lík rússnesks hermanns.
Bráðaliði í úkraínska hernum athugar lík rússnesks hermanns. AFP

Alls hafa um 2.800 hermenn Rússlands látið lífið frá því innrás þeirra hófst í Úkraínu. Frá þessu greinir úkraínski aðstoðarvarnarmálaráðherrann Hanna Malyar.

Tekur hún einnig fram að úkraínski herinn hafi rústað áttatíu skriðdrekum rússneska hersins. Þá hafi her Rússlands einnig misst 516 brynvarðar bifreiðar, tíu flugvélar og sjö þyrlur.

Að sögn Malyar var staðan þessi klukkan 15 í dag að staðartíma, eða klukkan 13 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert