Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varar við því að rússneskar hersveitir séu komnar í Obolon-hverfið í norðurhluta Kænugarðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.
Ráðuneytið biðlar til íbúar að yfirgefa ekki heimili sín og bendir á að auðvelt sé að búa til Molotov-kokteila, heimagerðar bensínsprengjur.
⚡️BREAKING: Russia’s forces have entered the Obolon district in Kyiv, where the Ukrainian military is currently fighting them. Ukraine’s Defense Ministry ask residents not to leave their house and prepare Molotov cocktails. The district is approximately 10 km from central Kyiv.
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) February 25, 2022
Hverfið er um tíu kílómetra frá miðborg Kænugarðs.
Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í morgun að Rússar séu farnir að beina vopnum sínum að íbúðabyggðum. Hann biðlaði til vestrænna ríkja að gera meira til þess að binda enda á árás Rússa.