Varar við innrás Rússa í höfuðborgina

Íbúar eru hvattir til að yfirgefa ekki heimili sín.
Íbúar eru hvattir til að yfirgefa ekki heimili sín. AFP

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varar við því að rússneskar hersveitir séu komnar í Obolon-hverfið í norðurhluta Kænugarðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið biðlar til íbúar að yfirgefa ekki heimili sín og bendir á að auðvelt sé að búa til Molotov-kokteila, heimagerðar bensínsprengjur.

Hverfið er um tíu kílómetra frá miðborg Kænugarðs.

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, sagði í ávarpi í morg­un að Rúss­ar séu farn­ir að beina vopn­um sín­um að íbúðabyggðum. Hann biðlaði til vest­rænna ríkja að gera meira til þess að binda enda á árás Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert