198 Úkraínumenn hafa látið lífið

Slökkviliðsmenn í Kænugarði að störfum í dag.
Slökkviliðsmenn í Kænugarði að störfum í dag. AFP

Að minnsta kosti 198 Úkraínumenn, þar á meðal þrjú börn, eru látnir síðan innrás Rússa í landið hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá úkraínska heilbrigðisráðuneytinu.

Í frétt AFP kemur fram að ekki sé ljóst hvort eingöngu sé vísað til almennra borgara eða einnig hermanna.

„Því miður hafa 198 látið lífið, þar á meðal þrjú börn. 1.115 eru særðir, þeirra á meðal 33 börn,“ skrifaði heilbrigðisráðherrann Viktor Lyashko á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert