Danskir fréttamenn skotnir í Úkraínu

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP

Blaðamaður og ljósmyndari danska dagblaðsins Ekstra Bladet voru skotnir í Úrkaínu  í dag.

Ekstra Bladet greinir frá því að þeir séu báðir alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu. 

Stefan Weichert og Emil Filtenborg voru við vinnu í austurhluta Úkraínu, nærri borginni Ohtyrka, er þeir voru skotnir.

Báðir voru í skotheldu vesti en slösuðust samt er skotið var að bifreið þeirra. 

Weichert og Filtenborg hafa búið í Úkraínu í tvö ár og starfað sem fréttaritarar fyrir danska miðilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert