Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins munu funda á morgun til þess að bregðast við stöðunni í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Kænugarður hefur óskað eftir auknum hernaðarstuðningi og frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Fundurinn mun miða að því að „samþykkja frekari ráðstafanir til stuðnings Úkraínu, gegn yfirgangi Rússa,“ sagði Josep Borell, utanríkisstjóri Evrópusambandsins.
„Ég mun leggja til neyðaraðstoð fyrir úkraínska herinn, til þess að styðja hann í hetjulegri baráttu þeirra.“