Komu ekki að morðunum á Snákaeyju

Bandarísk stúlka að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu.
Bandarísk stúlka að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. AFP

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna neitar að hafa veitt Rússum upplýsingar til þess að myrða 13 úkraínsk­a varðmenn á Sná­ka­eyju, lít­illi úkraínskri eyju í Svarta­hafi.

Rússar sögðu að Bandaríkjamenn höfðu aðstoðað við aðgerðina en John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, þverneitar því. 

„Ein önnur lygi frá rússneska varnarmálaráðuneytinu,“ sagði í tísti Kirby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert