Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað á flugumferð frá Póllandi, Búlgaríu og Tékklandi, sem svar við refsiaðgerðum landanna vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Ríkin þrjú hafa bannað flugumferð frá Rússlandi. Þá tilkynntu yfirvöld í Eistalandi, Lettlandi, Slóveníu og Rúmeníu í dag að þau ætli einnig að banna rússneska flugumferð í lofthelgi þeirra.
„Lýðræðisríkið okkar er ekki staður fyrir flugvélar árásarríkisins að fljúga um,“ sagði Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, á Twitter.
#Estonia is banning Russian airlines from our airspace. We invite all EU countries to do the same. There is no place for planes of the agressor state in democratic skies. #StandWithUkraine
— Kaja Kallas (@kajakallas) February 26, 2022
Bretland tilkynnti í gær að rússneska flugfélaginu Aeroflot væri bannað að fljúga innan lofthelgi landsins.