Rússnesk yfirvöld hafa skipað hermönnum að sækja fram í Úkraínu „úr öllum áttum“.
Skipunin kemur í kjölfar þess að útgöngubann hefur verið sett á í Kænugarði og um 198 almennir borgarar hafa látið lífið.
Úkraínski herinn segist hafa haldið aftur af árás á höfuðborgina en berst við „skemmdarverkahópa“ sem hafa síast inn í borgina.
Stjórnvöld í Moskvu segjast halda áfram að skjóta flugskeytum á hernaðarleg skotmörk í Kænugarði eftir að Úkraínumenn „höfnuðu“ friðarviðræðum.
Þá lofaði Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, í myndbandi á Twitter í dag að herinn myndi ekki gefast upp.
Rúmlega 115 þúsund manns hafa flúið Úkraínu síðustu daga vegna átakanna.