Rússneskir bankar útilokaðir frá SWIFT

Tekist hefur verið á á alþjóðavísu um hvort rétt væri …
Tekist hefur verið á á alþjóðavísu um hvort rétt væri að henda Rússum út úr Swift. AFP

Vesturlandaþjóðir hafa komist að samkomulagi um frekari viðskiptaþvinganir á Rússland í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu sem hófst á aðfaranóttu fimmtudags. 

Á meðal þvingananna eru útilokun nokkurra rússneskra banka úr SWIFT-fjármálakerfinu. 

Bankarnir sem um ræðir sæta allir þegar viðskiptaþvingunum að einhverju tagi að hálfu alþjóðasamfélagsins. 

„Þessum aðgerðum er ætlað að hefta fjármagnsflæði til þessara fjármálastofnanna sem mun síðan draga verulega úr getu þeirra til að stunda viðskipti út fyrir landssteinanna,“ er haft eftir talsmanni þýski ríkisstjórnarinnar. 

Þá voru þvinganir einnig samþykktar á rússneska seðlabankann sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir að hægt verði að styrkja gengi rúblunnar. 

Þá verður auðmönnum í Rússlandi ekki lengur heimlit að notast við svokallað gull-vegabréf sem hingað til hefur fært þeim og þeirra fjölskyldum ríkisborgararétt í evrópskum löndum.

Vinnuhópur embættismanna í Bandaríkjunum og ESB hefur verið settur á laggirnar til þess að tryggja hraða innleiðingu viðskiptaþvingananna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert