Sammála um mikilvægi þess að einangra Rússa

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, töluðu saman í síma í kvöld. Þeir voru sammála um að einangra þyrfti Rússland gjörsamlega, bæði á „stjórnmálalega og fjárhagslega“.

Talsmaður Downingsstræti sagði að leiðtogarnir fagni samstöðu margra ríkja um að útiloka Rússland frá alþjóðlega SWIFT-bankakerfinu.

Johnson lofaði „ótrúlega hetjudáð og hugrekki Zelenskí forseta og úkraínsku þjóðarinnar“.

Þá voru leiðtogarnir sammála um að úkraínski herinn hafi veitt hersveitum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta meiri mótspyrnu en Pútín hafi reiknaði með.

Johnson og Zelenskí sögðust einnig deila áhyggjum af hlutverki Hvíta-Rússlands í innrásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert