Skotið á sjúkrahús fyrir krabbameinssjúka

Búast má við miklum átökum í Úkraínu í nótt.
Búast má við miklum átökum í Úkraínu í nótt. AFP

Vitali Klitsjkó, borgarstjóri Kænugarðs, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að allir sem sjást á götum borgarinnar verða álitnir rússneskir „skemmdarverkamenn“ en útgöngubann er hafið í borginni.

Íbúar byrgja sig nú inni á heimilum sínum eða á neðanjarðarlestarstöðvum og bíða árásar Rússa. 

Miðilinn The Kyiv Independent greinir frá því að flugskeyti hafi verið skotið á sjúkrahús fyrir krabbameinssjúka. Eitt barn lést og tveir fullorðnir særðust. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert