Taka niður vegskilti til að villa um fyrir Rússum

Úkraína er um 600 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða um …
Úkraína er um 600 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða um sex sinnum stærra en Ísland. AFP

Úkraínski herinn hefur beðið almenning um að taka niður skilti sem vísa til vegar til þess að villa um fyrir rússneska hernum.

John Hudson, blaðamaður hjá Washington Post, greindi frá þessu á Twitter.

Þá tísti Richard Engel, blaðamaður hjá NBC News, að hann hafi séð Úkraínumenn taka niður skilti. 

James Rothwell, blaðamaður hjá Telegraph, greinir frá því að í stað þess að vísa til vegar hefur verið krotað „gangi ykkur vel“ á skiltin.

Þá hefur einnig verið krotað „velkomin til helvítis“ á skiltin.

Fleiri hafa greint frá þessu á Twitter.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert