Telur Rússa tilbúna að nota kjarnorkuvopn

Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.
Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands. AFP

Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, telur að Rússar gætu verið tilbúnir til að nota kjarnorkuvopn í innrás sinni í Úkraínu.

Ráðherrann sagði frá þessu í sjónvarpsþætti á stöðinni Yle.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, greindi frá því áður en innrásin í Úkraínu hófst að ríkið búi yfir kjarnorkuvopnum.

„Það hefur víða verið túlkað sem svo að Rússar séu reiðubúnir að beita öllum þeim ráðum sem þeim standa til boða,“ sagði Haavisto.

„Það hefur vissulega eitthvað með kjarnorkuvopn að gera. Þann möguleika ber að hafa í huga. Stundum vísa rússnesk yfirvöld til Kúbudeilunnar sem fól í sér kjarnorkuvopn.“

Havistoo sagði einnig að Finnland væri reiðubúið að taka við úkraínskum flóttamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka