Yfirvöld í Þýskalandi hafa heimilað Hollendingum að senda 400 eldflaugasprengjuvörpur, sem frameliddar eru í Þýskalandi, til Úkraínu til að aðstoða úkraínska herinn.
Á vef Spiegel er greint frá því að um talsverða stefnubreytingu er að ræða hjá Þjóðverjum. Áður fullyrtu yfirvöld þar í landi að vopnafluttningur á átakasvæðið yrði ekki leyfður.
Stefnubreytingin er tilkomin vegna þrýstings frá Atlantshafbandalaginu (NATO) og öðrum ríkjum Evrópu.
Ákvörðunin gæti þýtt hraða aukningu í hernaðaraðstoð Evrópuríkja til Úkraínu þar sem að stór hluti vopna Evrópu eru búinn til í Þýskalandi og þar með hefur ríkið eftirlit með flutningi þeirra.