Þriðji dagur: Rússar endurskipuleggja sig

Þetta íbúðarhúsnæði í Kænugarði varð fyrir sprengingu.
Þetta íbúðarhúsnæði í Kænugarði varð fyrir sprengingu. AFP

Í dag er þriðji dagur styrjaldarinnar í Úkraínu, þar sem rússneskar hersveitir reyna að ná úkraínsku landsvæði og borgum á sitt vald á meðan úkraínskir hermenn verjast árásum þeirra.

Aðfaranótt fimmtudags hófst innrás rússneska hersins í Úkraínu eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti skipaði svo fyrir.

Rauða svæðið er undir valdi Rússa.
Rauða svæðið er undir valdi Rússa. Kort/BBC

Hér er það nýjasta sem hefur átt sér stað:

  • Eldflaugaárásir voru gerðar á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt og skotbardagar voru á götum úti. Stjórnarherinn heldur enn velli.
  • Breska varnarmálaráðuneytið segir að hersveitir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta séu enn í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá miðborg Kænugarðs.
  • Rússneskar hersveitir gætu nú verið að endurskipuleggja sig eftir fyrstu misheppnuðu tilraun þeirra til að ráðast inn í helstu stjórnarráðshverfin í Kænugarði. Þetta sagði Jack Watling hernaðarsérfræðingur við BBC.
  • Í stórborginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu segja embættismenn að hermenn hafi varist gegn árás Rússa. Þeir hafa gefið út sprengjuviðvörun og vara borgara sína við að ferðast um borgina.
  • Einnig hefur komið til átaka nálægt borginni Ódessa í suðurhluta landsins. Þetta segir Volodimír Zelenskí forseti Úkraínu.
  • Rússar segjast hafa náð borginni Melitopol í suðausturhluta landsins - en sérfræðingar í Bretlandi hafa dregið það í efa.
  • Zelenskí segir að borgir í vestur- og miðhluta landsins, þar á meðal borgin Lviv, hafi orðið fyrir flugskeytaárásum

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert