Yfirvöld í Úkraínu setja þrýsting á Tyrki að loka fyrir umferð rússneskra herskipa um Bospórussund og Dardanellasund.
Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, gaf það til kynna á Twitter í dag að Tyrkir hafi samþykkt beiðnina en yfirvöld í Tyrklandi hafa ekki staðfest neitt opinberlega.
I thank my friend Mr. President of 🇹🇷 @RTErdogan and the people of 🇹🇷 for their strong support. The ban on the passage of 🇷🇺 warships to the Black Sea and significant military and humanitarian support for 🇺🇦 are extremely important today. The people of 🇺🇦 will never forget that!
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 26, 2022
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Zelenskí töluðu saman í síma í dag. Erdogan sagðist hvetja tafarlaust til vopnahlés.
Á vef The Guardian er greint frá því að ef Tyrkir samþykkja að loka á umferð rússneskra herskipa, og komi þannig í veg fyrir að þau komist að Svartahafinu, hætti þeir að styðja Rússa, sem þeir hafa gert lengi, og sýni stuðning sinn við Úkraínu.
Hingað til hafa Tyrkir lagt áherslu á hlutleysi sitt í átökunum í Úkraínu.