Þrýsta á Tyrki að loka fyrir umferð herskipa

Tyrkneskt flutningaskip varð fyrir eldflaugaskoti á Bospórussundi við landamæri Úkraínu …
Tyrkneskt flutningaskip varð fyrir eldflaugaskoti á Bospórussundi við landamæri Úkraínu í gær. AFP

Yfirvöld í Úkraínu setja þrýsting á Tyrki að loka fyrir umferð rússneskra herskipa um Bospórussund og Dar­da­nella­sund.

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, gaf það til kynna á Twitter í dag að Tyrkir hafi samþykkt beiðnina en yfirvöld í Tyrklandi hafa ekki staðfest neitt opinberlega. 

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, og Zelenskí töluðu saman í síma í dag. Erdogan sagðist hvetja tafarlaust til vopnahlés.

Á vef The Guardian er greint frá því að ef Tyrkir samþykkja að loka á umferð rússneskra herskipa, og komi þannig í veg fyrir að þau komist að Svartahafinu, hætti þeir að styðja Rússa, sem þeir hafa gert lengi, og sýni stuðning sinn við Úkraínu.

Hingað til hafa Tyrkir lagt áherslu á hlutleysi sitt í átökunum í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert