Útgöngubann í Kænugarði

Fyrrverandi hnefaleikakappinn og borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko.
Fyrrverandi hnefaleikakappinn og borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko. AFP

Borgaryfirvöld í Kænugarði tilkynntu fyrir stundu um hert viðurlög við brotum á útgöngubanni í borginni nú þegar rússneski herinn hefur undanfarna daga reynt að koma sér inn í borgina.

Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að útgönubann gildi nú frá því klukkan fimm síðdegis til átta að morgni. Þetta eigi við að minnsta kosti næstu tvo daga.

Úkraínskir hermenn standa við hlið bifreiðar sem brann í nótt …
Úkraínskir hermenn standa við hlið bifreiðar sem brann í nótt í Kænugarði. AFP

„Allir borgarbúar sem eru á götum úti á þessum tíma verða skilgreindir sem skemmdarverkamenn og taldir tilheyra sveitum óvinarins,“ skrifaði Klitschko.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert