„Við munum ekki leggja niður vopn“

Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið á Twitter í morgunsárið.
Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið á Twitter í morgunsárið. AFP

Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, neitar því að hann hafi fyrirskipað her sínum að leggja niður vopn og birtir myndskeið til að sýna og sanna að hann sé staddur í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og sé ekki farinn frá borginni.

„Það er mikið af fölskum upplýsingum á vefnum um að ég hafi sagt hernum að leggja niður vopn og hafi forðað mér,“ sagði forsetinn í myndskeiði sem hann birti í morgun.

„Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn og munum verja okkar,“ bætti hann meðal annars við.

Þögult eftir læti í nótt

Harðir bardagarar voru í Kænugarði í nótt þar sem rússneskar hersveitir reyndu að ná tökum á borginni. Hins vegar hafi verið þögn í borginni við sólarupprás, hálf undarleg þögn að margra mati.

Fáni Úkraínu í Kænugarði.
Fáni Úkraínu í Kænugarði. AFP

Olexander Scherba, fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Austurríki, sagði meðal annars að við sólarupprás hafi skothríðin í hverfinu hans loksins hætt.

„Það er allt með kyrrum kjörum núna en við vitum að það getur breyst á augabragði,“ sagði fréttamaður BBC í Kænugarði.

Í frétt BBC kemur fram að rússnesk loftskeyti hafi hæft íbúðablokk í hverfi rétt við flugvöll, líkt og sjá má á myndinni hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert