Deutsche Bahn, rekstraraðili járnbrauta í Þýskaland, býður úkraínskum flóttamönnum sem ferðast til landsins frá Póllandi ókeypis lestarferðir frá og með deginum í dag.
Eins og er ganga allt að sex lestir daglega frá Póllandi til Þýskalands, en verið er að undirbúa fjölgun ferða.
Þá hefur Austurríki sömuleiðis tilkynnt að ríkisjárnbrautafyrirtækið þeirra OeBB bjóði þeim sem flýja átökin ókeypis ferðir.
Samgönguráðherra Austurríkis, Leonore Gewessler, greindi frá þessu á Twitter í dag.
Ukrainians who are fleeing from war can use @unsereoebb trains in #Austria without a ticket. In times like this, it is our responsibility to help fast and unbuerocraticly. And that is exactly what we are doing. 🇺🇦 #Ukraine
— Leonore Gewessler (@lgewessler) February 27, 2022