Bjóða úkraínskum flóttamönnum fríar lestarferðir

Fjöldi fólks er nú á flótta frá Úkraínu.
Fjöldi fólks er nú á flótta frá Úkraínu. AFP

Deutsche Bahn, rekstraraðili járnbrauta í Þýskaland, býður úkraínskum flóttamönnum sem ferðast til landsins frá Póllandi ókeypis lestarferðir frá og með deginum í dag.

Eins og er ganga allt að sex lestir daglega frá Póllandi til Þýskalands, en verið er að undirbúa fjölgun ferða. 

Fjöldi barna er á flótta.
Fjöldi barna er á flótta. AFP

Þá hefur Austurríki sömuleiðis tilkynnt að ríkisjárnbrautafyrirtækið þeirra OeBB bjóði þeim sem flýja átökin ókeypis ferðir.

Samgönguráðherra Austurríkis, Leonore Gewessler, greindi frá þessu á Twitter í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert