Hamfarir fyrir heiminn allan

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. AFP

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir að ef Rússar ákveða að beita kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu myndu það vera hamfarir fyrir heiminn. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Við munu ekki láta þessa fyrirskipun hræða okkur,“ sagði Kuleba á blaðamannafundi eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rússneskum kjarnorkusveitum að vera í viðbragðsstöðu.

Hann benti á að þessi skipun kæmi rétt eftir að fréttir bárust um að friðarviðræður Úkraínu og Rússa myndu eiga sér stað við landamæri Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Kuleba segir Pútín gera þetta til þess að setja pressu á viðræðurnar.

„Við munum mæta í þessar viðræður með mjög einfaldri nálgun; við ætlum að hlusta á það sem þeir hafa að segja og við munum segja þeim hvað okkur finnst,“ sagði Kuleba og bætti því við að Úkraína sé ekki að falla, henni blæðir, en Úkraínuher mun halda áfram að verjast vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert