Í fyrsta sinn í sögunni

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. KENZO TRIBOUILLARD

Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hygðist hefja vopnaflutninga til Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem slík ákvörðun er tekin.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði að þessi ákvörðun markaði vatnaskil í baráttunni við Rússa.

Hún kynnti einnig til sögunnar nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum og Hvít-Rússum og sagði rússneskum loftförum sömuleiðis óheimilt að fljúga í lofthelgi Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert