Ræða ekki við Rússa í Hvíta-Rússlandi

Innrás Rússa hefur verið mótmælt víða.
Innrás Rússa hefur verið mótmælt víða. AFP

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, segist reiðubúinn að ræða við Rússa en það komi ekki til greina að halda til Hvíta-Rússlands til slíkra viðræðna. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í morgun.

AFP-fréttaveitan greinir frá því að rússnesk sendinefnd sé komin til Hvíta-Rússlands og að tilgangurinn ferðarinnar sé að ræða við Úkraínumenn.

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu.
Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Zelenskí segir að hann hefði verið reiðbúinn að funda í Hvíta-Rússlandi ef Rússar hefðu ekki ráðist á Úkraínu þaðan.

Hægt að funda í öðrum borgum

„Auðvitað viljum við frið, við viljum funda og viljum binda endi á stríðið. Varsjá, Bratislava, Búdapest, Istanbúl, Bakú, við höfum boðið Rússum þessar borgir,“ segir Zelenskí.

Hann bætir þvi við að aðrar borgir komi til greina, þar sem Rússar hafi ekki herlið sitt.

„Það er eina leiðin til að viðræður geti verið heiðarlegar og bundið endi á stríðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert