Stjórnvöld í Úkraínu segja að þau muni ræða við Rússa á landamærum Hvíta-Rússlands, nálægt Tsjernobyl-kjarnorkuverinu.
Þetta var ákveðið eftir símtal milli Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, og Alexander Lúkasjenkó, leiðtoga Hvíta-Rússlands.
„Stjórnmálamennirnir voru sammála um að úkraínska sendinefndin myndi hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða við landamæri Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nálægt ánni Pripyat,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Zelenskí.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að rússnesk sendinefnd sé nú þegar komin til borgarinnar Gomel í Hvíta-Rússlandi.
Zelenskí sagði í morgun að hann væri reiðubúinn að ræða við Rússa en það kæmi ekki til greina að halda til Hvíta-Rússlands til slíkra viðræðna.
„Auðvitað viljum við frið, við viljum funda og viljum binda endi á stríðið. Varsjá, Bratislava, Búdapest, Istanbúl, Bakú, við höfum boðið Rússum þessar borgir,“ sagði Zelenskí í morgun.
Fréttin hefur verið uppfærð