Sýni að innrásin sé ekki að ganga samkvæmt áformum

Christine Lambrecht.
Christine Lambrecht. AFP

Ákvörðun Vladimírs Pútíns um að setja kjarnorkusveitir Rússa í viðbragðsstöðu er „skref yfir aðra línu“ og sýnir að innrás hans í Úkraínu er ekki að ganga samkvæmt áformum.

Þetta sagði Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, í samtali við ríkisfjölmiðilinn ZDF í kvöld.

„Í mikilmennskubrjálæðinu hans [Pútíns], hefur hraða innrásin í Úkraínu verið stöðvuð með hugrökkum og einbeittum aðgerðum Úkraínumanna,“ sagði Lambrecht.

Víða fordæmd

Pútín fyrirskipaði fyrr í dag þeim hersveitum Rússa sem sjá um fælingarvopn að taka sér viðbragðsstöðu. Undir slík vopn flokkast meðal annars kjarnorkuvopn.

Ákvörðunin hefur víða verið fordæmd í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert