Úkraínumenn hafa náð Kharkiv aftur

Rússnesk eldflaug hafnaði á íbúablokk í Kharkiv í nótt með …
Rússnesk eldflaug hafnaði á íbúablokk í Kharkiv í nótt með þeim afleiðingum að í það minnsta einn óbreyttur borgari lét lífið. AFP

Úkraínskar hersveitir hafa aftur náð tökum á borginni Kharkiv en umrædd borg er sú næststærsta í landinu. Oleg Synyehubov, sem fer fyr­ir héraðsstjórn á svæðinu, greindi frá þessu.

„Við höfum náð fullri stjórn yfir Kharkiv!“ skrifaði Synyehubov á samfélagsmiðilinn Telegram nú fyrir stundu.

„Úkraínski herinn og lögregla vinna nú að því að losa okkur við óvininn úr borginni,“ bætti hann við.

Rússar komust inn í borgina í nótt og kom til átaka milli rússneskra hermanna og úkraínskra í nótt og morgun. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert