Úkraínumenn leita til Alþjóðadómstólsins

Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu.
Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu. AFP

Úkraina hefur lagt inn beiðni til Alþjóðadomstólsins í Haag og vonast með því að hægt verði að stöðva innrás rússneskra hersveita í landið. Volodimír Zelenskí, for­seti Úkraínu, greindi frá þessu á twitter-síðu sinni.

Rússland verður að sæta abyrgð fyrir að misnota hugtakið þjóðarmorð i þeim tilgangi að réttlæta innrás,“ skrifaði forsetinn á Twitter.

Hann sagði Úkraínumenn óska eftir skjótri niðurstöðu þar sem Rússum væri skipað að leggja niður vopn.

Úkraínumenn gera ráð fyrir því að málið verði tekið fyrir í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert