Banvæn kastspjót Úkraínumanna

Eistneskir hermenn með Javelin á æfingu fyrr í mánuðinum.
Eistneskir hermenn með Javelin á æfingu fyrr í mánuðinum. AFP

Kast­spjót Úkraínu­manna eru það vopn sem ef til vill hef­ur helst hægt á inn­rás Rússa í landið. Vopnið, sem á ensku nefn­ist Javel­in, er hannað til að sprengja í sund­ur skriðdreka og ger­ir það býsna vel.

Með þessu vopni grönduðu úkraínsk­ir her­menn í Sumí-héraði til að mynda 15 rúss­nesk­um T-72-skriðdrek­um á einu bretti.

Spjótið er afar ein­falt í notk­un, krefst engr­ar sérþjálf­un­ar og er nær óstöðvandi eft­ir að hleypt er af. Var það fyrst tekið í notk­un af Banda­ríkja­her árið 1996 og fengu brynsveit­ir Saddams Hús­sein að kynn­ast því af bit­urri reynslu.

Vopnið virk­ar þannig að eld­flaug er skotið frá skot­hólki, oft­ast úr axl­ar­hæð, og stöðvast flaug­in nán­ast í loft­inu áður en eld­flauga­mótor tek­ur við.

Úkraínskir hermenn taka upp sendingu Javelin-vopna frá Bandaríkjunum skömmu áður …
Úkraínsk­ir her­menn taka upp send­ingu Javel­in-vopna frá Banda­ríkj­un­um skömmu áður en inn­rás­in var gerð. AFP

Steyp­ir sér niður á skot­markið

Til­gang­ur þessa biðtíma er að draga úr því höggi sem her­menn verða fyr­ir þegar hleypt er af. Inni í eld­flaug­inni er heili sem not­ast við inn­rautt ljós til að þekkja og elta skot­mark sitt, en á leið sinni þangað nær eld­flaug­in um 150 metra hæð áður en hún loks steyp­ir sér niður á skot­markið, rétt eins og kast­spjót.

Þegar þangað er komið taka við tvær sprengi­hleðslur.

Sú fyrri étur sig, eða öllu held­ur bræðir sig, í gegn­um bryn­vörn skriðdrek­ans og sú seinni spreng­ir hann upp inn­an frá. Þessi sér­staki eig­in­leiki Javel­in að ráðast gegn skot­marki sínu úr hæð er mik­il­væg­ur því bryn­vörn skriðdreka er jú minnst að of­an­verðu.

Mik­il drægni

Drægni flaug­ar­inn­ar er ekki síður mik­il­væg því kast­spjótið get­ur grandað brynd­rek­um úr nærri 5.000 metra fjar­lægð.

Á sama tíma og Javel­in og önn­ur sam­bæri­leg vopn reyn­ast Úkraínu­mönn­um mik­il­væg er það ekki eitt og sér nóg til að tryggja sig­ur.

Þó þykir ljóst að Rúss­ar hafa lent í mikl­um vand­ræðum með birgðaflutn­inga í sókn sinni, brynd­rek­ar og bíl­ar hafa orðið olíu­laus­ir og mikl­ar taf­ir orðið á fram­rás land­hers­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert