„Ef ég væri þú, þá myndi ég skjóta mig“

Vasilí Nebensja á fundi Sameinuðu þjóðanna.
Vasilí Nebensja á fundi Sameinuðu þjóðanna. AFP

Volodimír Jeltsjenkó, fyrrverandi sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, vandaði rússneskum starfsbróður sínum ekki kveðjurnar þegar sá síðarnefndi ávarpaði Allsherjarþingið í dag.

„Hundruð sinnum hef ég staðið í þessum helsta ræðustól Sameinuðu þjóðanna,“ skrifar Jeltsjenkó á Twitter og ávarpar rússneska sendiherrann Vasilí Nebensja.

„Og núna horfi ég á og hugsa, Vasilí, þú varst fínn náungi, við vorum eitt sinn, eins og þeir segja, á sömu bylgjulengd. Hvað ertu að gera núna? Ef ég væri þú, þá myndi ég skjóta mig, eða að minnsta kosti verða veikur. Brenndu í helvíti, Vasja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert