Ekki á einu máli um að hleypa Úkraínu inn

Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel.
Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel. AFP

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ágreining uppi innan sambandsins um hvort koma eigi til stækkunar.

Þannig svarar hann beiðni stjórnvalda í Kænugarði um aðild að sambandinu á sama tíma og her Rússlands heldur áfram innrás sinni í landið.

„Við biðjum Evr­ópu­sam­bandið um að veita Úkraínu þegar í stað inn­göngu með nýju, sér­stöku úrræði,” sagði forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, í ávarpi í dag.

Formlega beiðni þyrfti

„Það eru mismunandi skoðanir og viðkvæmni innan ESB gagnvart stækkun,“ sagði Michel á blaðamannafundi eftir að ummæli Zelenskís féllu.

Bætti hann við að frá Kænugarði yrði að berast formleg beiðni um inngöngu í sambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert