Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ágreining uppi innan sambandsins um hvort koma eigi til stækkunar.
Þannig svarar hann beiðni stjórnvalda í Kænugarði um aðild að sambandinu á sama tíma og her Rússlands heldur áfram innrás sinni í landið.
„Við biðjum Evrópusambandið um að veita Úkraínu þegar í stað inngöngu með nýju, sérstöku úrræði,” sagði forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí, í ávarpi í dag.
„Það eru mismunandi skoðanir og viðkvæmni innan ESB gagnvart stækkun,“ sagði Michel á blaðamannafundi eftir að ummæli Zelenskís féllu.
Bætti hann við að frá Kænugarði yrði að berast formleg beiðni um inngöngu í sambandið.