Finnar sagðir munu senda vopn til Úkraínu

Frá samstöðufundi í Helsinki á laugardag.
Frá samstöðufundi í Helsinki á laugardag. AFP

Ríkisstjórn Finnlands hefur samþykkt einróma að senda vopn til Úkraínu. Frá þessu greinir finnska fréttastofan STT og vísar til heimildarmanns innan ríkisstjórnarinnar.

Heimildir fréttastofunnar herma að um sé að ræða meðal annars skotvopn og skotfæri.

Stefnt er að því að kynna ákvörðunina á blaðamannafundi í kvöld.

Pekka Haavisto, ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands, hefur sagst telja að Rúss­ar gætu verið til­bún­ir að nota kjarn­orku­vopn í inn­rás sinni í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert