„Í dag er Úkraína nágranni okkar“

Johnson við messu í kirkjunni í gær.
Johnson við messu í kirkjunni í gær. AFP

Stjórnvöld í Bretlandi veittu í dag 40 milljónir punda til viðbótar í mannúðaraðstoð í Úkraínu. Skrefið var tekið eftir að forsætisráðherrann Boris Johnson hélt tilfinningaþrungna ræðu fyrir sóknarbörn í úkraínsku kaþólsku kirkjunni í Lundúnum í gær.

„Aldrei í mínu námi, í mínum minningum af stjórnmálum og alþjóðamálum, hef ég séð svo skýran greinarmun á réttu og röngu, á milli góðs og ills, á milli ljóss og myrkurs,“ sagði Johnsin.

„Og það er raunverulega ástæðan fyrir því að í dag er Úkraína nágranni okkar.“

Stakk upp á ávaxtatínslu

Ríkisstjórnin hefur þó sætt gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að vera ekki nægilega opin fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Í tísti sem síðar var eytt, hafði einn aðstoðarráðherra stungið upp á að Úkraínumenn gætu sótt um að koma til Bretlands í árstíðabundna vinnu, til að tína ávexti og grænmeti.

Ríkisstjórnin hefur sæst á að leyfa Úkraínumönnum að koma og búa hjá nánum ættingjum sínum í Bretlandi.

„Við viljum vera eins örlát og við getum, og vissulega viljum við að fólk sem á ættingja í Úkraínu geti boðið þeim hingað eins fljótt og auðið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert