Innrásin sífellt vægðarlausari

Skóli í Kharkiv eftir árásir Rússa í dag.
Skóli í Kharkiv eftir árásir Rússa í dag. AFP

Inn­rás Rússa í Úkraínu er að verða sí­fellt mis­kunn­ar­laus­ari. Þetta seg­ir ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Josep Bor­rell, eft­ir fregn­ir af sprengju­árás­um Rússa í Kharkiv, ann­arri stærstu borg Úkraínu, í dag.

„Rúss­neska her­ferðin er að verða sí­fellt vægðarlaus­ari og vopnað lið Úkraínu eru að berj­ast á móti af hug­rekki,“ tjáði Bor­rell blaðamönn­um nú síðdeg­is.

„Það er mikið mann­fall borg­ara og flæði fólks í leit að skjóli frá stríðinu er að aukast.“

Rifjar upp Grosní

Grein­andi CNN í alþjóðamál­um bend­ir á að Rúss­ar geti gert mun verri hluti og það hafi þeir sýnt í Kharkiv í dag.

Rifjar hún upp sprengjuregn rúss­neska hers­ins á Grosní, höfuðborg Tsét­sén­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert