Innrás Rússa í Úkraínu er að verða sífellt miskunnarlausari. Þetta segir utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, eftir fregnir af sprengjuárásum Rússa í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu, í dag.
„Rússneska herferðin er að verða sífellt vægðarlausari og vopnað lið Úkraínu eru að berjast á móti af hugrekki,“ tjáði Borrell blaðamönnum nú síðdegis.
„Það er mikið mannfall borgara og flæði fólks í leit að skjóli frá stríðinu er að aukast.“
Greinandi CNN í alþjóðamálum bendir á að Rússar geti gert mun verri hluti og það hafi þeir sýnt í Kharkiv í dag.
Rifjar hún upp sprengjuregn rússneska hersins á Grosní, höfuðborg Tsétséníu.
Horrific images from Kharkiv today a reminder that Putin can make this war much much worse, more brutal and devastating to Ukraine.
— Susan Glasser (@sbg1) February 28, 2022
See: Grozny