Innrásin sífellt vægðarlausari

Skóli í Kharkiv eftir árásir Rússa í dag.
Skóli í Kharkiv eftir árásir Rússa í dag. AFP

Innrás Rússa í Úkraínu er að verða sífellt miskunnarlausari. Þetta segir utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, eftir fregnir af sprengjuárásum Rússa í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu, í dag.

„Rússneska herferðin er að verða sífellt vægðarlausari og vopnað lið Úkraínu eru að berjast á móti af hugrekki,“ tjáði Borrell blaðamönnum nú síðdegis.

„Það er mikið mannfall borgara og flæði fólks í leit að skjóli frá stríðinu er að aukast.“

Rifjar upp Grosní

Greinandi CNN í alþjóðamálum bendir á að Rússar geti gert mun verri hluti og það hafi þeir sýnt í Kharkiv í dag.

Rifjar hún upp sprengjuregn rússneska hersins á Grosní, höfuðborg Tsétséníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert