Rússar beita einu hættulegasta vopni sínu

Iskander-flaug tekur á loft á rússneskri heræfingu fyrr í febrúar.
Iskander-flaug tekur á loft á rússneskri heræfingu fyrr í febrúar. AFP

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir skjóta nú hinum gríðaröflugu Isk­and­er-eld­flaug­um að Úkraínu­mönn­um, meðal ann­ars þeim sem staðsett­ir eru í hverf­inu Brovarí í aust­ur­hluta Kænug­arðs.

Er eld­flaug­un­um til að mynda skotið frá her­sveit­um sem enn eru staðsett­ar inn­an landa­mæra Hvíta-Rúss­lands, sem eru svo gott sem einu stuðnings­menn stríðs Pútíns um þess­ar mund­ir.

Isk­and­er-flaug­ar geta á skömm­um tíma tekið niður heilu hverf­in. Með til­komu þess­ara árása er vart hægt að halda því fram að rúss­neska hern­um sé ekki beint gegn al­menn­um borg­ur­um.

Tekið í notk­un árið 2006

Eld­flaug­in dreg­ur nafn sitt frá Al­ex­and­er mikla, þekkt­asta hers­höfðingja sög­unn­ar, en NATO læt­ur sér þó nægja að kalla hana Stein­inn. Isk­and­er-eld­flauga­kerfið var tekið í notk­un árið 2006 og er það sagt eitt það hættu­leg­asta sem Rúss­ar geyma í vopna­búri sínu.

Um er að ræða öfl­uga skammdræga eld­flaug, ekki ósvipaða þeim sem flutt geta kjarna­vopn, og er henni skotið á loft frá til þess gerðum trukki.

Upp­haf­lega var hún hönnuð til að granda skot­mörk­um á borð við eld­flauga- og loft­varna­kerfi, stór­skota­liðssveit­ir og hernaðarlega mik­il­væg mann­virki eins og her­stöðvar.

Iskander-skottrukkur á ferð fyrir utan Moskvu.
Isk­and­er-skottrukk­ur á ferð fyr­ir utan Moskvu. AFP

Nær óstöðvandi 700 kílóa sprengi­hleðsla

Um borð í hverj­um skottrukki eru tvær rúm­lega sjö metra lang­ar eld­flaug­ar sem flutt geta allt að 700 kílóa sprengi­hleðslu 500 kíló­metra leið.

Eft­ir að skottrukkn­um er lagt tek­ur það stjórn­end­ur hans ein­ung­is sex­tán mín­út­ur að skjóta fyrstu eld­flaug­inni á loft. Einni mín­útu síðar er svo hægt að end­ur­taka leik­inn.

Isk­and­er-flaug ferðast á yfir 2.000 metra hraða á sek­úndu í átt að skot­marki sínu og er nær óstöðvandi á leið sinni þangað. Ástæðan fyr­ir því er sú að flaug­in get­ur snögg­lega breytt stefnu sinni á flugi og þannig brugðist við varn­ar­vopn­um.

Vert er að geta þess að Isk­and­er er flokkað sem eitt af hinum svo­kölluðu fæl­ing­ar­vopn­um Rúss­lands, en í þeim hópi eru einnig kjarna­vopn lands­ins.

Ástæðan fyr­ir þess­ari flokk­un er sú að sér­fræðing­ar segja eld­flauga­kerfið eitt og sér duga til að auka mátt hvaða hers sem er. Og þessu beita Rúss­ar nú gegn evr­ópskri stór­borg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert