Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur skrifað undir formlega umsókn um aðild Úkraínu að Evrópusambandinu.
Þetta gerði forsetinn síðdegis í dag, í kjölfar þess að forseti leiðtogaráðs sambandsins sagði að formleg umsókn þyrfti að berast frá ríkinu áður en sambandið gæti tekið afstöðu til mögulegrar aðildar.
„Það eru mismunandi skoðanir og viðkvæmni innan ESB gagnvart stækkun,“ sagði forsetinn, Charles Michel, á blaðamannafundi í dag.
President @ZelenskyyUa has signed application for the membership of #Ukraine in the European Union.
— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022
This is a historic moment! pic.twitter.com/rmzdgIwArc