Stjórnvöld Finnlands hafa tekið þá ákvörðun að gefa vopn til Úkraínu til að hjálpa heimamönnum að verjast innrás Rússlands.
Þetta tilkynnti finnska ríkisstjórnin rétt í þessu.
Frá Helsinki fara meðal annars 1.500 eldflaugasprengjuvörpur og 2.500 hríðskotarifflar til Úkraínu, að sögn varnarmálaráðherrans Antti Kaikkonen.
„Þetta er söguleg ákvörðun fyrir Finnland,“ sagði forsætisráðherrann Sanna Marin á blaðamannafundi í kvöld.
Finnland, sem á landamæri að Rússlandi, er í Evrópusambandinu en á ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Greint var frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar á mbl.is fyrr í dag.