Sprengjum rignir yfir Kænugarð

Skjáskot úr myndskeiði sem úkraínska þingið deildi í kvöld.
Skjáskot úr myndskeiði sem úkraínska þingið deildi í kvöld.

Átök eru haf­in í loft­inu yfir Kænug­arði og mikl­ar spreng­ing­ar sjást á himni sem jörðu í höfuðborg­inni.

Frá þessu greina blaðamenn og sjón­ar­vott­ar á svæðinu og fregn­ir herma að sprengjuregn sé hafið nú und­ir kvöld, en klukk­an er að nálg­ast átta að staðar­tíma.

Úkraínska þingið deil­ir eft­ir­far­andi mynd­skeiði:

Blaðamaður­inn Christoph­er Miller deil­ir sam­skipt­um við tengilið í borg­inni Vasylkív, sem stend­ur skammt utan Kænug­arðs:

Hví­trúss­neska frétta­stof­an Nexta sýn­ir þá einnig frá vett­vangi:

Berj­ast á móti af hug­rekki

Varað var við því í dag að inn­rás Rússa í Úkraínu væri að verða sí­fellt mis­kunn­ar­laus­ari. Þetta sagði ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Josep Bor­rell, eft­ir fregn­ir af sprengju­árás­um Rússa í Kharkív, ann­arri stærstu borg Úkraínu, í dag.

„Rúss­neska her­ferðin er að verða sí­fellt vægðarlaus­ari og vopnað lið Úkraínu er að berj­ast á móti af hug­rekki,“ tjáði Bor­rell blaðamönn­um nú síðdeg­is.

„Það er mikið mann­fall borg­ara, og flæði fólks í leit að skjóli frá stríðinu er að aukast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert