Átök eru hafin í loftinu yfir Kænugarði og miklar sprengingar sjást á himni sem jörðu í höfuðborginni.
Frá þessu greina blaðamenn og sjónarvottar á svæðinu og fregnir herma að sprengjuregn sé hafið nú undir kvöld, en klukkan er að nálgast átta að staðartíma.
Úkraínska þingið deilir eftirfarandi myndskeiði:
#Kyiv right now!@NATO close the sky over #Ukraine!#StopRussianAggression #StopWarInUkraine #StopRussia #StopPutin pic.twitter.com/018FcvHZ96
— Verkhovna Rada of Ukraine (@ua_parliament) February 28, 2022
Blaðamaðurinn Christopher Miller deilir samskiptum við tengilið í borginni Vasylkív, sem stendur skammt utan Kænugarðs:
I was in Vasylkiv today. From a contact there who texted just now after I saw the surface-to-air missiles fired: “Hi! Yes, right now we're being bombarded with rockets.”
— Christopher Miller (@ChristopherJM) February 28, 2022
Hvítrússneska fréttastofan Nexta sýnir þá einnig frá vettvangi:
There are a lot of missiles flying. pic.twitter.com/8OiA3txRy1
— NEXTA (@nexta_tv) February 28, 2022
Kyiv is attacked by missiles pic.twitter.com/A4SsWab2sS
— Maria Snegovaya (@MSnegovaya) February 28, 2022
Varað var við því í dag að innrás Rússa í Úkraínu væri að verða sífellt miskunnarlausari. Þetta sagði utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, eftir fregnir af sprengjuárásum Rússa í Kharkív, annarri stærstu borg Úkraínu, í dag.
„Rússneska herferðin er að verða sífellt vægðarlausari og vopnað lið Úkraínu er að berjast á móti af hugrekki,“ tjáði Borrell blaðamönnum nú síðdegis.
„Það er mikið mannfall borgara, og flæði fólks í leit að skjóli frá stríðinu er að aukast.“