Staðfest að ellefu borgarar hafi látist

Frá Kharkiv eftir sprengjuárás á laugardag.
Frá Kharkiv eftir sprengjuárás á laugardag. AFP

Feng­ist hef­ur staðfest að í það minnsta ell­efu borg­ar­ar séu látn­ir eft­ir sprengju­árás­ir Rússa í Kharkiv, ann­arri stærstu borg Úkraínu, í dag.

Tug­ir til viðbót­ar munu hafa særst.

Standa enn yfir

Þetta seg­ir héraðsstjór­inn Oleh Sinehu­bov og bæt­ir við að árás­irn­ar standi enn yfir og að ekki sé hægt að kalla eft­ir viðbragðsliði vegna þess.

„Rúss­neski óvin­ur­inn er að sprengja íbúðabyggðir,“ skrif­ar hann í skeyti á Tel­egram-app­inu.

Fyrr í dag sögðu úkraínsk yf­ir­völd að tug­ir hefðu lát­ist í árás­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert