Fengist hefur staðfest að í það minnsta ellefu borgarar séu látnir eftir sprengjuárásir Rússa í Kharkiv, annarri stærstu borg Úkraínu, í dag.
Tugir til viðbótar munu hafa særst.
Þetta segir héraðsstjórinn Oleh Sinehubov og bætir við að árásirnar standi enn yfir og að ekki sé hægt að kalla eftir viðbragðsliði vegna þess.
„Rússneski óvinurinn er að sprengja íbúðabyggðir,“ skrifar hann í skeyti á Telegram-appinu.
Fyrr í dag sögðu úkraínsk yfirvöld að tugir hefðu látist í árásunum.