Tugir borgara látnir eftir árásir í Kharkiv í dag

Frá Kharkiv í gær.
Frá Kharkiv í gær. AFP

Tugir borgara eru látnir og hundruð særð eftir sprengjuárásir rússneska hersins í Kharkiv í dag, annarri stærstu borg Úkraínu.

Frá þessu greina úkraínsk stjórnvöld en fjöldi myndskeiða hefur birst á samfélagsmiðlum þar sem sjá má sprengingar í borginni í dag og afleiðingar þeirra.

Margir Rússar í borginni

Michael McFaul, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, bendir á að fjöldi Rússa búi í borginni. Þar búa um 1,4 milljónir manna.

Blaðamaður Guardian í Moskvu segir árásina minna á það sem rússneski herinn hafi gert í öðrum ríkjum.

Christo Grozev, framkvæmdastjóri rannsóknarmiðilsins Bellingcat, bendir á að friðarviðræður séu í gangi á sama tíma og sprengjuárásin er gerð.

Rétt er að vara við því myndefni sem fyrir augu ber hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert