Yfir 100 almennir borgarar látnir

Maður límir mynd af Pútín Rússlandsforseta á minnisvarða um sovéska …
Maður límir mynd af Pútín Rússlandsforseta á minnisvarða um sovéska herinn í Sofia, höfuðborg Búlgaríu. AFP

Að minnsta kosti 102 almennir borgarar, þar á meðal sjö börn, hafa látist eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir fimm dögum síðan, að sögn mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna.

„Flestir þessara almennu borgara voru drepnir með sprengivopnum sem náðu yfir stór svæði,” sagði Michelle Bachelet við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf.

Átti hún meðal annars við loftárásir og eldflaugar.

Michelle Bachelet.
Michelle Bachelet. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert