Ætla sér að umkringja borg við Krímskaga

Borgin liggur nærri Krímskaga og héruðum sem eru undir stjórn …
Borgin liggur nærri Krímskaga og héruðum sem eru undir stjórn aðskilnaðarsinna. AFP

Borgin Mariupol í suðausturhluta Úkraínu við Azov-haf er nú rafmagnslaus eftir látlausar árásir Rússa en búið er að skera á rafmagnsleiðslur. Denis Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk-héraðinu sem nýtur stuðnings Rússa, segir markmiðið í dag vera að umkringja borgina.

Mariupol er talin mikilvæg hafnarborg en íbúar hennar telja um 400  til 500 þúsund manns.

Á síðustu fimm dögum hafa árásir verið gerðar á íbúðahverfi. Innviðir hafa skemmst og fjöldi fólks slasast, þar á meðal börn. Fjöldi látinna liggur ekki fyrir.

Borgin liggur nærri svæði sem er undir stjórn aðskilnaðarsinna og Krímskaga sem Rússar tóku yfir árið 2014. Þegar átökin brutust út árið 2014 var Mariupol hernumin af aðskilnaðarsinnum á tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert