Kallar eftir afsögn allra diplómata landsins

Fólk gekk út undir ræðu Lavrovs í dag.
Fólk gekk út undir ræðu Lavrovs í dag. AFP

Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands, sem gegndi starfi í valdatíð rússneska forsetans Boris Jeltsín, kallar eftir því að allir diplómatar landsins segi af sér í mótmælaskyni við innrásina í Úkraínu.

Ráðherrann, Andrei Kósyrev, tístir eftirfarandi:

„Kæru rússnesku diplómatar, þið eruð fagmenn og ekki ódýrir áróðursmenn. Þegar ég vann hjá utanríkisráðuneytinu, þá var ég stoltur af samstarfsmönnum mínum. Nú er það einfaldlega ómögulegt að styðja þetta bræðravígslega stríð í Úkraínu.“

Kaldar kveðjur

Fjöldi erlendra diplómata yfirgaf fund Mannréttindaráðs SÞ í dag þegar núverandi utanríkisráðherra, Sergei Lavrov, hugðist ávarpa fundinn. 

Fyrrverandi sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum vandaði þá gömlum rússneskum starfsbróður sínum ekki kveðjurnar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert