Utanríkisráðherra Kína ræddi við þann úkraínska fyrr í dag og sagðist óska þess að hægt væri að finna lausn á krísunni í landinu með samningaviðræðum.
Þetta kemur fram í kínverska ríkisfjölmiðlinum en svo virðist sem stjórnvöld í Kína taki aðra afstöðu gagnvart bandamönnum sínum Rússum en áður, nú þegar þeir hafa ráðist inn í Úkraínu.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði þeim úkraínska Dmítró Kúleba að stjórnvöld í Kína þyki miður að átök hafi brotist út milli Úkraínu og Rússlands og fylgist vel með óförum óbreyttra borgara.