Rússneski herinn beitti lofttæmissprengju í innrás sinni í Úkraínu í gær. Þetta fullyrti Oksana Markaróva, sendiherra Úkraínu í Washington, á blaðamannafundi í gærkvöldi eftir að hafa átt fund með bandarískum þingmönnum.
Lofttæmissprengja virkar þannig að hún tekur inn súrefni til að mynda kröftuga sprengingu með afar háu hitastigi. Sprengibylgjan sem fylgir henni varir því mun lengur en eftir hefðbundna sprengju.
„Þeir notuðu lofttæmissprengjuna í dag,“ sagði Markaróva í gær.
Sprengjan eyddi úkraínskri herstöð í borginni Oktyrka í Sumí-héraði og varð sjötíu hermönnum að bana, að sögn stjórnvalda í landinu.
Jen Psaki, talsmaður Hvíta hússins, sagði aðspurð á blaðamannafundi að þar hefði ekki fengist staðfesting á notkun sprengjunnar.
„Við höfum séð frásagnirnar. Ef þetta er satt, þá er þetta mögulega stríðsglæpur.“
According to #Ukrainian media reports, the video allegedly shows the #Russian army dropping a vacuum bomb.
— NEXTA (@nexta_tv) March 1, 2022
This type of weaponry is prohibited by the #Geneva Convention. pic.twitter.com/R0hCfEXo3I